27. júní – Strand á Skagaströnd

Það er mjög gott að Guðni Páll skyldi hafa náð að komast á Skagaströnd þegar hann gerði þar sem hann hefur ekki getað haldið áfram frá því í fyrrakvöld vegna veðurs og sjólags. Hann fékk hlýjar móttökur þegar hann kom í land á Skagaströnd sem og alls staðar þar sem hann hefur stigið á land á leiðinni. Vildi hann koma þakklæti á framfæri fyrir hreint frábærar móttökur á Drangsnesi á Skagaströnd og á Blönduósi.

Læt hér fylgja með það sem hann sjálfur skrifaði á Facebook-síðuna í gær:

Flottur dagur í gær en langur og frekar slítandi. Í dag er ég stopp vegna veðurs á Skagaströnd.
Mér langar að þakka öllum þeim sem ég hitti á leið minni frá Höfn ótrúlegt hvað fólk er indælt og tekur manni vel. Allstaðar þar sem ég hef komið og mitt fólk hafa sumarhús eða gistiheimili, Hótel, Heimili verið opnuð fyrir mig og allir vilja leggja þessu góða málefni lið sem er frábært. Ég segi bara enn og aftur TAKK kærlega fyrir mig Íslendingar það er sannur heiður að fá tækifæri að kynnast öllu þessu frábæra fólki á ferðalagi mínu.

Bestu kveðjur,
Guðni Páll Viktrosson

Mæli svo eindregið með að þið farið inn á Facebook-síðuna, Around Iceland 2013, og skoðið þær mögnuðu myndir sem hann setti inn af ferð sinni fyrir Vestfirði og að Skagaströnd. Læt eina af þeim fylgja með.

Image

It’s a good thing that Guðni Páll reached Skagaströnd when he did, since he has not been able to kayak any further due to weather conditions. He was warmly welcomed when he got there, as he has been every where he has come.

This message Guðni Páll wrote on Facebook:

Great long day yesterday and great to by on Skagaströnd. Today is bad weather in Iceland and no paddeling today, hopefully I’m off tomorrow, Weather is not looking good today or tomorrow but we hope for the best.

Best regards
Guðni Páll

I recommend you finding the facebook site: Around Iceland 2013, and seeing all the magnificent photos he has taken around Vestfjords and all the way to Skagaströnd. This one above is one of those.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a comment