Ökumenn hafi auga með sauðfé

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn þriðjudag var bíl ekið á ær og lamb á Suðurlandsvegi skammt frá Jökulsárlóni og drápust bæði.

Bílnum var ekið af vettvangi án þess að ökumaðurinn tilkynnti um slysið.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að nú fari sá tími í hönd að búast má við búfénaði við vegi og því er nauðsynlegt fyrir ökumenn að hafa gætur á sér þar sem von er á slíku.

Fyrri greinÞrír í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinRéttindalaus á 130 km/klst hraða