Ferðamaður ók á hótel

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Erlendum ferðamanni, sem hugðist leggja bifreið sinni í stæði við hótel í Vestur-Skaftafellssýslu, fipaðist við aksturinn og steig á bensíngjöfina en ekki bremsuna með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á húsinu.

Atvikið átti sér stað í síðustu viku og greint er frá því í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Rúða í húsinu brotnaði auk þess sem klæðning skemmdist. Ekki urðu slys á fólki.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að þrjú önnur umferðarslys hafi verið tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og voru þau öll án alvarlegra meiðsla.

Fyrri greinHólmfríður sigraði í forvali Vinstri grænna
Næsta greinHlaupinn uppi og handtekinn eftir ofsaakstur á Selfossi