Skjálftinn auglýsir eftir verðlaunagrip 

Skjálftinn er byggður á 30 ára reynslu Skrekks, hæfileikakeppninni sem haldin hefur verið fyrir ungmenni í grunnskólum Reykjavíkurborgar í 30 ár.  Ljósmynd/Skrekkur

Skjálftinn er hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Árnessýslu og verður haldin í fyrsta sinn 15. maí þegar atriði frá 10 skólum verða flutt í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn.

Skjálftinn er byggður á 30 ára reynslu Skrekks, hæfileikakeppninni sem haldin hefur verið fyrir ungmenni í grunnskólum Reykjavíkurborgar í 30 ár.

Skjálftann vantar verðlaunagrip, farandgrip sem fer heim í skóla þess sigurliðs sem vinnur hvert sinn. Áhugasamir listamenn á öllum aldri eru hvattir til að senda inn tillögu með greinagóðri lýsingu á gripnum, með skissum eða mynd á sudurlands.skjalftinn@gmail.com fyrir 16. apríl.

Vinningstillagan hlýtur 100.000 kr. auk efniskostnaðar.

Fylgist með skjálftanum á Facebook og Instagram.

Fyrri greinUppsveitir byrja á sigri – Ægir tapaði
Næsta greinSelfoss elti allan tímann