Lítilsháttar rafmagnseldur á Hlölla

Slökkvilið var kallað að Hlölla bátum við Austurveg á Selfossi laust fyrir klukkan tíu í morgun þar sem tilkynnt hafði verið um eld í þakskeggi hússins.

Brunavarnir Árnessýslu sendu bíla á vettvang, ásamt lögreglu og sjúkraliði.

Að sögn Jóns Þórs Jóhannssonar, varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, var um lítilsháttar rafmagnseld að ræða og hann hafði þegar verið slökktur þegar slökktur þegar slökkviliðið mætti á vettvang.

„Það sló út rafmagninu þarna og logaði í tengiboxi í þakskegginu. Við skrúfuðum niður klæðninguna til þess að ganga úr skugga um að ekki leyndist glóð á bakvið og svo var ekki,“ sagði Jón Þór í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinMest lesnu íþróttafréttir ársins 2015
Næsta greinSjór flæddi inn á iðnaðarsvæðið og upp að þjóðvegi