Búið að opna undir Eyjafjöllum

Suðurlandsvegi var lokað í dag við Dalssel, skammt vestan við Markarfljót og einnig vestan við Vík. Vegurinn var opnaður aftur laust eftir kl. 17.

Vindhviður við Hvamm undir Eyjafjöllum fóru upp undir 50 m/sek í dag og grjót var farið að fjúka á svæðinu.

VEÐUR OG FÆRÐ Á SUÐURLANDI KL. 17:26:
Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum. Snjóþekja og óveður er víðast á Suður- og Suðvesturlandi. Hálka og hálkublettir eru með suðausturströndinni og þjóðvegur 1 er lokaður í Öræfum.

Fyrri greinVersnandi skyggni á fjallvegum
Næsta greinTinna Soffía hætt í handbolta