Vortónleikar í dag

Vortónleikar Barna- og unglingakórs Selfosskirkju verða haldnir í Selfosskirkju í dag kl. 16. Ásamt kórunum koma þau fram Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran og Gunnlaugur Bjarnason, barítón.

Líkt og áður eru það hjónin Miklós Dalmay og Edit Molnár sem sjá um undirspil og stjórn. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir W.A. Mozart, G. Verdi, Sigfús Einarsson og Elínu Gunnlaugsdóttir.

Innifalið í aðgangseyri eru léttar kaffiveitingar eftir tónleika.

Hlín Pétursdóttir Behrens hóf sitt tónlistarsnám í Tónlistarskóla Árnesinga, tók einsöngvarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og útskrifaðist úr óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg. Hún bjó og starfaði í Þýskalandi og víðar í Evrópur um tólf ára skeið. Hún kennir nú við Tónlistarskólann í Reykjavík og Söngskóla Sigurðar Demetz auk þess að syngja bæði heima og heiman.

Gunnlaugur Bjarnason er áhorfendum af góðu kunnur sem leikari í leikfélagi FSu, sigurvegari í söngkeppni skólans og sem söngvari hljómsveitarinnar RetRoBot sem sigraði Músíktilraunir í fyrra. Gunnlaugur hefur stundað bæði hljóðfæra- og söngnám við Tónlistarskóla Árnsesinga og er núna að læra söng hjá Hlín Pétursdóttur Behrens í Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Fyrri greinNeyðarblys yfir Jökulheimum
Næsta greinTíu titlar á Selfoss