Undirbúningur fyrir Músíktilraunir hafinn

Músíktilraunir 2013 verða haldnar í Silfurbergi, Hörpunni. Undankvöldin verða frá 17. til 20. mars og úrslitakvöldið þann 23. mars. Þá kemur í ljós hvaða hljómsveit verður arftaki sunnlensku sveitarinnar RetRoBot sem sigraði í fyrra.

Sunnlenskar hljómsveitir hafa verið duglegar við að taka þátt í þessari keppni og náð góðum árangri síðustu ár. Músíktilraunir eru frábært tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum og spennandi viðburði í glæsilegu umhverfi og kynna sig og kynnast öðrum í leiðinni.

Nú er því um að gera að dusta rykið af hljóðfærunum og byrja æfingar. Opnað verður fyrir skráningu 18. febrúar nk. og henni lýkur svo 3. mars. Skráningargjald verður það sama og síðast, 7.000 kr. Fylgist með á www.musiktilraunir.is , en skráning mun verða aðgengileg þaðan.

Hitt Húsið ætlar að bjóða upp á aðstöðu fyrir tónlistarfólk til að koma og æfa lögin sín í góðu hljóðkerfi, mögnurum o.fl. Einnig verður starfsfólk hússins á staðnum til skrafs og ráðagerða um allt er varðar tilraunirnar og undirbúning fyrir þær. Í kjölfarið af þessu geta hljómsveitirnar/tónlistarfólkið sótt um að taka upp demo í Hinu Húsinu til að skila í skráningu Músíktilrauna 2013.

Dagsetningar sem í boði eru:
– Æfing/spjall: Fimmtudagurinn 14. febrúar kl. 17-22.
– Demóupptökur: Laugardagurinn 16. febrúar

Takmarkað pláss er í boði, hafið því samband við okkur sem fyrst í musiktilraunir@itr.is og í síma 411-5527.

Einnig má fylgjast með á Facebook: http://facebook.com/musiktilraunir1

Fyrri greinTveir stórleikir í bikarnum
Næsta greinFundu landa og kraumandi gambra