Kosið aftur í fyrri hluta júlí

Gert er ráð fyrir að kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi geti farið fram að nýju í fyrri hluta júlímánaðar.

Á fundi kjörstjórnar við vígslubiskupskosningu, sem fram fór í dag, var ákveðið að leggja fram nýja kjörskrá, sem gildi tekur 1. maí 2011.

Á kjörskrá eru nú 149, en tveir þeirra presta er voru á kjörskrá hinn 1. febrúar sl. hafa ekki lengur kosningarétt þar sem þeir hafa látið af störfum.

Kjörskráin mun liggja frammi til sýnis á Biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík, og hjá próföstum í Skálholtsumdæmi til 20. maí nk.

Fyrri greinNemendur Þjórsárskóla Varðliðar umhverfisins
Næsta greinÞórður Tómasson níræður